Mótmæli á álverslóð

Hópur fólks stóð fyrir mótmælaaðgerðum á álverslóðinni í Helguvík í dag þegar fyrsta skóflustunga var tekin að væntanlegum kerskála álvers Norðuráls.

Fólkið sagðist ekki vera í skipulögðum samtökum en vilja mótmæla því, að stóriðja sé byggð upp á Suðurnesjum að nauðsynjalausu. Lögregla fjarlægði tvo úr hópnum, sem viðhöfuðu hróp og köll og hlupu um svæðið með fána.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert