Fara kennarar í haust?

Eyþór Árnason

„Það er mjög þungt hljóð í okkar fólki. Mönnum finnst allt of mikill hægagangur í samningaviðræðum,“segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, en trúnaðarmenn félagsins funduðu nýverið til að fara yfir stöðuna í kjarasamningum þess við ríkið. Rætt er við Aðalheiði í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Að mati Aðalheiðar ríður á að samið verði sem allra fyrst, því það megi ekki gerast að ósamið verði þegar skólarnir hefjist í haust því það gæti haft alvarleg áhrif. Bendir hún á að verði staðan óbreytt í haust þá óttist hún að kennarar fari að horfa í kringum sig eftir betur launuðum störfum.

Skynja viljaleysi ríkisvaldsins

„Við upplifum ákveðið andvaraleysi frá ríkisvaldinu gagnvart launakjörunum í framhaldsskólunum og viljaleysi til þess að bregðast við stöðunni. Það lýsir sér í því að við höfum dregist aftur úr miðað við samanburðarhópa í BHM. Kennarar hafa ekki notið góðs af þenslunni sem ríkt hefur að undanförnu, þannig að eins og staðan er í dag eru framhaldsskólarnir því miður engan veginn samkeppnishæfir launalega séð um gott fólk á vinnumarkaði,“ segir Aðalheiður og bendir á að nokkuð beri á því að ungum, nýútskrifuðum kennurum bregði þegar þeir heyri hver launakjör byrjenda eru og freisti þess að leita í önnur betur launuð störf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert