Sigurður Kári: Yfirlýsing ráðherra óheppileg

Sigurður Kári Kristjánsson
Sigurður Kári Kristjánsson Valdís Þórðardóttir

Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, segir óheppilegt að utanríkisráðherra hafi sent frá sér yfirlýsingu um niðurstöður Hæstaréttar í Baugsmálinu. Samkvæmt fréttum RÚV lét þingmaðurinn þessi orð falla í þættinum Vikulokum á Rás 1 í morgun.

RÚV segir Valgerði Sverrisdóttur, varaformann Framsóknarflokksins, hafa bent á í þættinum að yfirlýsingar forsætisráðherra og utanríkisráðherra væri mjög ólíkar. Forsætisráðherra hefði alfarið neitað að tjá sig en utanríkisráðherra hefði lýst því yfir að stjórnvöld ættu að draga lærdóm af málinu. Hún sagði að stóra spurningin væri hvað ráðherra ætti við.

Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, taldi að ráðherra væri að benda á að varlega ætti að fara með lögreglu og ákæruvaldið. Farið hefði verið af stað með geysilegum látum og miklu fé eytt í málið, að því er segir í fréttum RÚV.

Sigurður Kári sagði að hann ætti erfitt með að skilja hvers vegna utanríkisráðherra, af öllum ráðherrum, hefði sent frá sér yfirlýsingu um dómsmál.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert