Handtaka á Patró á You Tube

Myndband hefur nú verið birt á YouTube þar sem sjá má er maður var handtekinn á lokadansleikur sjómannadagshátíðarinnar á Patreksfirði um síðustu helgi. Fram kemur í Dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum að maðurinn hafi verið handtekinn eftir að hafa ráðist á nokkra gesti fyrir utan félagsheimilið þar. Þá segir að maðurinn hafi  ráðist á lögreglumann er reynt var að yfirbuga hann með varnarúða og að lögreglumaðurinn hafi fengið hnefahögg í andlit með þeim afleiðingum að hann hafi slasast nokkuð.

Talverður mannfjöldi var á sjómannadagshátíðinni á Patreksfirði og var lögreglan var með aukinn viðbúnað vegna þess. M.a. voru fengnir lögreglumenn frá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ásamt mönnum með fíkniefnaleitarhunda frá Bolungarvík og Blönduósi, til starfa á svæðinu yfir helgina.  

Tvö fíkniefnamál komu upp þar sem haldlagt var meint hass í öðru málinu og amfetamín í hinu.  Í öðru málinu voru haldlögð vopn sem fundust í fórum þeirra sem málinu tengdust, meðal annars svokölluð rafbyssa, eða „Taser“

Myndband af atvikinu sem um ræðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert