Eitt erfiðasta deilumál kirkju og samfélags til lykta leitt

Karl Sigurbjörnsson.
Karl Sigurbjörnsson. mbl.is/Kristinn

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði í synodusræðu í upphafi prestastefnu í kvöld, að eitt erfiðasta deilumál kirkju og samfélags undanfarinna ára hafi verið til lykta leitt á Alþingi nú í vor með samþykkt breytinga á lögum um staðfesta samvist.

„Á þessum tímamótum bið þess að við getum tekið höndum saman um að halda veginn fram í virðingu og sátt. Við eigum öll þrá í hjarta að kirkjan verði það læknandi samfélag sem henni er ætlað að vera," sagði Karl.

Biskup sagði einnig í ræðunni, að prestar mættu ekki gleyma þeirri ábyrgð sem þeir axli  á barnavernd og andlegri velferð barna með því að taka á móti þeim til skírnar. Þá væri gæðaþróun fermingarstarfanna og barnastarfsins   mikilvægt verkefni um þessar mundir.

„Kirkjan vill og á að vera bandamaður barnsins, talsmaður barnsins og fjölskyldunnar, barnafjölskyldunnar umfram allt. Hvað segir það um okkar samtíð og samfélag að þau sem sinna börnum eru svo miklu lægra metin en þau sem selja tól og tæki og sýsla með peninga?  Hvað segir hlutfall barna- og unglingastarfs í reikningum sóknanna um forgangsröðun kirkjunnar?" sagði Karl Sigurbjörnsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert