Skjálftar skekja ekki markaðinn

Ekki virðist hafa hægt um á fasteignamarkaði á Suðurlandi að neinu marki í kjölfar skjálftans 29. maí sl. Þetta er mat þeirra fasteignasala sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Bentu þeir á að tölur um þinglýsta kaupsamninga í Fasteignablaðinu í gær endurspegluðu ekki fasteignaviðskiptin eftir skjálftana, því einhver tími liði frá því kauptilboði væri tekið þar til kaupsamningi væri þinglýst.

„Við seldum einbýlishús strax á mánudeginum eftir skjálftann,“ segir Hallgrímur Óskarsson, sölumaður hjá Fasteignasölu Lögmanna Suðurlands. Aðspurður segir hann áhugasama viðskiptavini vissulega spyrjast meira fyrir um hvort hús á söluskrá hafi skemmst og eins hversu traustlega þau séu byggð.

„Ætli við séum ekki búnir að þinglýsa í kringum fjórtán kaupsamningum síðan skjálftinn reið yfir,“ segir Þorsteinn Magnússon, sölufulltrúi hjá Fasteignasölunni Árborgir ehf. Þröstur Árnason, eigandi Fasteignasölunnar Bakka, sagðist finna óverulegan samdrátt en eftir sem áður væri greinilegur áhugi á húseignum á Suðurlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert