Rakvélablöðin bara við kassann

Rakvélablöð eru seld við kassann í Bónus
Rakvélablöð eru seld við kassann í Bónus mbl.is/Valdís Thor

Bónus hefur brugðið á það ráð að afhenda dýrustu pakkningarnar af rakvélablöðum aðeins við afgreiðslukassa og eldri og ódýrari gerðum rakvélablaða er einungis stillt upp frammi við kassana. Tilgangurinn með þessum ráðstöfunum er að koma í veg fyrir þjófnað á þessum dýra en fyrirferðarlitla varningi.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að eftir að gengi hafi farið milli búðanna og „rænt og tæmt“ rakvélastanda í verslunum hafi verið ákveðið að færa rakvélablöðin að afgreiðslukössunum og að dýrustu pakkningarnar, 8 stykki af Gillette Fusion – nýjustu rakvélablöðunum frá Gillette, yrðu aðeins afhentar af afgreiðslufólki.

„Þetta er algjört neyðarúrræði,“ segir Guðmundur. Tjón vegna þjófnaðar á rakvélablöðum hafi verið mjög mikið og verslunin beri það allt. Rýrnunin nú sé mun minni en hún var áður en rakvélablöðin voru færð fram að kassa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert