Hvernig verður Ein með öllu?

Fjölmenni hefur oft verið á hátíðinni Einni með öllu.
Fjölmenni hefur oft verið á hátíðinni Einni með öllu. mbl.is/Margrét Þóra

Fjöldskylduhátíðin Ein með öllu verður að öllum líkindum haldin aftur í ár þrátt fyrir þá umdeildu ákvörðun bæjarins fyrir ári að meina 18-23 ára gömlu fólki aðgang að tjaldstæðum innan bæjarmarka. Ástæðuna fyrir þeim aðgerðum þarf varla að kynna en áður höfðu menn deilt lengi um það hvernig ætti að taka á ölvun og ólátum á tjaldsvæðum um verslunarmannahelgar.

Hnúturinn sem myndaðist á milli bæjaryfirvalda og félagsins Vina Akureyrar, sem kemur að rekstri skemmtidagskrár um verslunarmannahelgina, hefur ekki verið leystur og nú er svo komið að talsmaður félagsins, Bragi Bergmann, hefur ákveðið að hætta afskiptum af hátíðinni. Bragi telur bæjarstjórann á Akureyri hafa „drepið stærstu helgina í ferðaþjónustu á Eyjafjarðarsvæðinu“ og átelur að enn hafi ekki verið gefið út hvort einhverjum aldurshópum verði meinaður aðgangur að tjaldstæðunum.

Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, segir það hins vegar ekki marka endalok hátíðarinnar þótt Bragi Bergmann hafi ákveðið að hætta að starfa að henni og segir Akureyrarstofu hafa haft ágætt samstarf við Vini Akureyrar við að undirbúa næstu hátíð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert