Fyrirtæki fær leitarleyfi á Drekasvæðinu

Drekasvæðið.
Drekasvæðið. mbl.is/KG

Orkustofnun veitti í dag norska olíuleitarfyrirtækinu Wavefield-InSeis leyfi til leitar að kolvetni á norðanverðu Drekasvæðinu. Hefjast hljóðbylgjumælingar með mæliskipi fyrirtækisins væntanlega innan nokkurra daga.

Mælingarnar eru viðbót við fyrri mælingar sama fyrirtækis á svæðinu árið 2001. Tilgangurinn er að skoða betur áhugaverð fyrirbæri og fá þéttari og nákvæmari gögn á fyrra mælingasvæði. Leyfið gildir í þrjú ár.

Leitarleyfi veitir ekki einkarétt til rannsókna né heldur rétt til vinnslu á olíu eða gasi í kjölfar rannsókna. Olíuleitarfyrirtæki selja hins vegar þeim olíufyrirtækjum sem áhuga hafa á að fá einkaleyfi til rannsókna og vinnslu á afmörkuðum svæðum gögn sín.

Fyrirhugað er útboð einkaleyfa til rannsókna og vinnslu kolvetna á norðanverðu Drekasvæðinu um miðjan janúar 2009.

Orkustofnun fær öll gögn sem safnað er samkvæmt leitarleyfinu til varðveislu og getur notað þau í þágu þekkingaröflunar ríkisins um auðlindir, en gætir jafnframt trúnaðar um þau gagnvart öðrum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert