Kirkjan skiptir litum

Séra Sigurður Árni Þórðarson (t.h.) litskrúðugur ásamt sr. Jóni Dalbú …
Séra Sigurður Árni Þórðarson (t.h.) litskrúðugur ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni.

„Það eru öll möguleg litaafbrigði til og ég lít svo á að þetta muni bara gera kirkjulífið ennþá skemmtilegra,“ segir Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, en tillaga hans um að kirkjuárið verði litgreint upp á nýtt var einróma samþykkt á prestastefnu í gær.

Í helgihaldi íslensku kirkjunnar eru einungis fjórir meginlitir notaðir, þ.e. rauður, fjólublár, hvítur og grænn, auk svarta litarins sem er tengdur útför og föstudeginum langa. Fjölmargir aðrir litir þekkjast þó í erlendum kirkjudeildum og segir Sigurður að þeir eigi fullt erindi í kirkjulífið hér á landi. „Íslenska þjóðkirkjan var lengst af frekar litafátæk og aðeins einn litur notaður fyrir allt árið, sá vínrauði. Svo fór þetta að breytast og litum tók að fjölga með Handbók íslensku kirkjunnar frá 1981. Svo nú er bara komið að næsta skrefi og að bæta enn við litanotkunina.“

Sigurður bendir t.d. á að fjólublái liturinn sé nú bæði notaður á aðventu og á páskaföstunni en sjálfur vilji hann gjarnan taka upp konungbláan messuskrúða á aðventu jóla eins og hefð er fyrir víða annars staðar. Meðal annarra lita sem ekki eiga sér hefð í íslensku þjóðkirkjunni eru bleikur, skærblár og silfraður en hver og einn litur á sér guðfræðilega skírskotun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert