Nýjungagjarnir bændur

Bændur í Hvammi í Eyjafirði hafa tekið upp nýstárlegar, en jafnframt gamaldags, aðferðir við að verka hey. Í þrjú ár hafa bændur á Suðurlandi verið að gera tilraunir með breytta heyskaparhætti og nú feta norðanmenn í fótspor þeirra.

Bændurnir fullyrða að rúlluplastið muni brátt heyra sögunni til og umhverfisvænni og ódýrari leiðir verði farnar í framtíðinni.

Breytt verkun á heyi hefur tíðkast erlendis um árabil og er mjög mikið notuð til að mynda í Danmörku. Hagkvæmnissjónarmið vega þungt, en einnig segja bændur að fóðurgildi heysins sé meira.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert