Yfirvöld með úrelta söguskoðun?

Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands hefur sent forsætisráðherra bréf í tilefni af nýútgefinni skýrslu um ímynd Íslands, en skýrslan er afrakstur af starfi nefndar undir forystu Svövu Grönfeldt, rektors við Háskólann í Reykjavík.

Í skýrslunni kemur fram að ein af undirstöðum ímyndar Íslands eigi að vera uppruni þjóðarinnar. „Fyrstu Íslendingarnir voru fólk sem kom hingað í leit að frelsi og betri lífsskilyrðum. Þjóðin bjó lengstum við kröpp kjör en þegar hún fékk frelsi og sjálfstæði tók hún stökk frá því að vera þróunarland til þess að verða ein ríkasta þjóð í heimi á innan við öld. Íslendingar eru dugleg og stolt þjóð, mótuð af lífsbaráttu í harðbýlu landi. Mikilvægasti menningararfur Íslendinga, íslensk tunga, lifir í máli þjóðarinnar og í bókmenntum hennar.“

Félagið telur rétt að benda á að þessar setningar feli í sér söguskoðun sem er á skjön við sagnfræðirannsóknir síðustu ára. „Hún sver sig fremur í ætt við þá söguskoðun sem mótuð var í sjálfstæðisbaráttunni í pólitískum tilgangi. Þeirri söguskoðun hafa fjölmargir sagnfræðingar andmælt síðustu áratugi og komið fram með sannfærandi rök sínu máli til stuðnings. Greina má goðsagnir á borð við frelsisþrá landsnámsmanna og nýja gullöld í kjölfar sjálfstæðis sem voru meðal þeirra sem skapaðar voru til að réttlæta sjálfstæðiskröfuna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert