11 sæmdir fálkaorðu

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við athöfn á Bessastöðum í dag. Ólafur Ragnar opnaði einnig sýningu í Þjóðmenningarhúsinu á ljósmyndum úr safni Halldórs Laxness.

Sagði Ólafur Ragnar er hann opnaði sýninguna það vera vel við hæfi að opna sýningu á ljósmyndum úr safni Halldórs Laxness á þjóðhátíðardaginn 17. júní því fáir ef þá nokkur hafa á lýðveldistíma mótað sjálfstæðisvitund Íslendinga jafn ríkulega.

„Við getum jafnvel skemmt okkur við þessa hugsun: Hvar værum við sjálf, íslenska þjóðin, ef Halldór hefði tekið meira ástfóstri við myndavél sína en penna? Hvernig væri arfleifð hans? Hefði hann náð valdi á hinni svarthvítu list, hefði ljósmyndarinn Laxness birt okkur sömu töfra með ljósi og skugga og skáldið gerði með orðsins list?"

Árný Erla Sveinbjörnsdóttir rannsóknarprófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu jarðvísinda og rannsóknir á sögu veðurfars

Grétar Már Sigurðsson ráðuneytisstjóri, Kópavogi, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu

Haraldur Helgason verslunarmaður, Akureyri, riddarakross fyrir störf að verslun

Helgi Björnsson rannsóknarprófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra og alþjóðlegra jöklarannsókna og vísindasamstarfs

Kjartan Sveinsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir nýsköpun í tónlist

Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari, Garðabæ, riddarakross fyrir framlag til almenningsíþrótta

Ólafur Gaukur Þórhallsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi tónlistar og tónsmíða

Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri, Ísafirði, riddarakross fyrir störf að tónlistarmenntun

Svafa Grönfeldt rektor, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu atvinnulífs og háskólamenntunar

Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu minjaverndar og að varðveislu íslenskrar húsagerðar

Þuríður Rúrí Fannberg myndlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar myndlistar


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert