Daprir en um leið sáttir

Ísbjörninn myndaður af fjölmiðlum eftir að hann var felldur á …
Ísbjörninn myndaður af fjölmiðlum eftir að hann var felldur á sjöunda tímanum mbl.is/Skapti

Hjalti J. Guðmundsson, sviðsstjóri náttúruauðlinda hjá Umhverfisstofnun, segir að allir þeir sem komu að björgunartilraununum að Hrauni séu mjög daprir yfir endalokum ísbjarnarins en eina ráðið í stöðunni var að drepa dýrið. Segir hann að mjög fagmannalega hafi verið staðið að björgunartilraun bjarnarins og menn sáttir við að hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til þess að bjarga lífi hvítabjarnarins.

„Við gerðum það sem hægt var að gera og mjög fagmannlega unnið að öllum aðgerðum hér á Skaga. Dýrið var sært og hefur sennilega særst á sundi. Að minnsta kosti benda sár á þófum þess til þess," segir Hjalti. Hann segir að ísbjörninn, sem er kvenkyns, hafi verið mjög magur og óvíst hvort hann hefði þolað svæfingu.

„En við erum sátt við að hafa gert allt sem í okkar valdi var til þess að bjarga lífi ísbjarnarins en því miður var ekkert annað í stöðunni en að fella hann."

Að sögn Hjalta er ísbjörninn nú eign Náttúrufræðistofnunar Íslands og því úr höndum Umhverfisstofnunar. 

Umhverfisstofnun mun á næstu dögum fara yfir verklag og viðbrögð og fínslípa í samráði við hlutaðeigandi yfirvöld.

Tveir ísbirnir hafa nú verið felldir í Skagafirðinum á tveimur …
Tveir ísbirnir hafa nú verið felldir í Skagafirðinum á tveimur vikum mbl.is/Björn Jóhann
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert