Keikó gleymdur og grafinn

Keikó
Keikó AP

Bæjarstjórnin í Halsa hefur ákveðið að hætta að verja fé til að viðhalda gröf háhyrningsins Keikós. Þar hefur hann hvílt síðan hann lést 12. desember 2003. „Það er lítill áhugi á gröfinni,“ segir Børje Allander bæjarráðsmaður. „Fyrstu árin heimsóttu um 3000 manns gröfina. Í fyrra voru það um 300. Það sem af er árinu hefur varla nokkur heimsótt gröfina.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert