Eigandi hvolpsins fundinn

Grjótið sem sést á myndinni hafði verið raðað yfir hann. …
Grjótið sem sést á myndinni hafði verið raðað yfir hann. Hvert stk. er ekki minna en 20 kg að þyngd.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur eigandi hvolpsins sem var urðaður lifandi og skilinn eftir í hrauninu skammt frá Kúagerði, fundist. Mikil viðbrögð hafa verið vegna hvolpsins og höfðu margir samband við lögreglu. Verður málið rannsakað frekar enda um dýraníð að ræða.

Í hádeginu í gær barst lögreglunni tilkynning um hund sem hefði fundist í hrauninu skammt frá Kúagerði, þar sem ekið er í áttina að Keili. Hafði fólk verið þar á ferð með hunda sína, töluvert langt frá veginum, er það gekk fram á lítinn hvolp sem hafði verið urðaður lifandi og skilinn eftir.

Hafði nokkrum stórum og þungum grjóthnullungum verið raðið ofan á hvolpinn svo að aðeins sást rétt í höfuð hans.

Hvolpurinn, sem er líklegast Dobermann blanda og u.þ.b. fjögurra mánaða gamall, var mjög máttfarinn og mikið bólginn og gat ekki staðið sjálfur uppi. Lögreglumenn fóru með hann á dýraspítala samkvæmt upplýsingum frá dýralækni í dag, sem annast hvolpinn, er hann á góðum batavegi og mun jafna sig að fullu.

Litli hvolpurinn
Litli hvolpurinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert