Dagur opinberrar almannaþjónustu

Í dag 23. júní er dagur opinberrar almannaþjónustu samkvæmt samþykkt Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 2002. Í tilefni dagsins skora Alþjóðasamtök starfsmanna í almannaþjónustu, PSI, Alþjóðasamband kennara, EI og Oxfam International, sem eru alþjóðleg hjálparsamtök, á ríkisstjórnir heimsins að leggja fram stóraukna fjármuni til að tryggja menntun og þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og kennara um heim allan.

Markmiðið er að allir eigi aðgang að heilbrigðisþjónustu og menntun enda sé þar um grundvallarmannréttindi að ræða

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert