Landaði humri framhjá vigt

Skipstjórinn reyndi að landa 500-550 kg af humri framhjá vigt.
Skipstjórinn reyndi að landa 500-550 kg af humri framhjá vigt. mbl.is

Starfsmenn Fiskistofu höfðu síðastliðinn föstudag samband við lögregluna í Vestmannaeyjum vegna gruns um að verið væri að landa afla framhjá vigt. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að í einu kari var um 250 kg af humri, en ofan á humarinn hafði verið settur skötuselur.


Við frekari leit fannst meira af humri, um 250-300 kg sem landað hafði verið framhjá vigt. Skipstjóri bátsins viðurkenndi við yfirheyrslur brot sitt og verður hann kærður fyrir athæfið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert