Guðni Már Harðarson valinn í Lindaprestakalli

Valnefnd í Lindaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, ákvað á fundi sínum þann 23. júní síðastliðinn að leggja til að sr. Guðni Már Harðarson verði ráðinn prestur í Lindaprestakalli. Þrír umsækjendur voru um embættið.

Embættið veitist frá 1. september næstkomandi. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipuðu níu manns úr prestakallinu ásamt prófasti Reykjavíkurprófastsdæmis eystra.

Guðni Már Harðarson lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 2006. Hann var vígður til prestsþjónustu sem skólaprestur á vegum Kristilegu skólahreyfingarinnar 25. júní 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert