Vatnsbúskapurinn stendur vel

Þrátt fyrir þurrkatíð að undanförnu stendur vatnsbúskapurinn hjá Landsvirkjun almennt vel um þessar mundir, þó að eitthvað sé minna í lónunum en á sama tíma í fyrra. Miðlunarforðinn stendur nú í um 67%, borið saman við 73% um svipað leyti á síðasta ári.

Að sögn Eggerts Guðjónssonar hjá Landsvirkjun eru horfur taldar ágætar á að ná 100% fyllingu í lónin í haust. Eggert bendir á að frá sama tíma í fyrra hafi Hálslón við Kárahnjúka bæst við. Þó að staðan sé heldur lakari hlutfallslega núna þá standi t.d. Þórisvatn og Blöndulón mun betur en í fyrra. Þórisvatn sé styst á veg komið. Hálslónið hafi verið að hækka en það fyllist hlutfallslega seinna en hin lónin. Með jöklabráðnun síðar í sumar muni lónið fyllast hraðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert