Vanrækti að tilkynna um ferðir skipsins

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is

Héraðsdómur Reykjaness gerði karlmanni á fertugsaldri ekki sérstaka refsingu fyrir brot á lögum um eftirlit með skipum, lögum um vaktstöð siglinga, lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna og áhafnalögum. Maðurinn var dæmdur til refsingar í febrúar sl., fyrir þátt í sinn í Pólstjörnumálinu svonefnda.

Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi sem skipstjóri siglt fiskiskipi sínu út fyrir hafsvæði það sem haffærisskírteini skipsins veitti því heimild til að sigla á, vanrækt að tilkynna um ferðir skipsins á fullnægjandi hátt og verið með skipið vanmannað.

Maðurinn játaði brot sitt en með tilliti til þess að hann var dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar í febrúar var honum ekki gerð sérstök refsing.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert