Bruni í Myndlistarskólanum á Akureyri

Frá Akureyri uppúr miðnætti í gær.
Frá Akureyri uppúr miðnætti í gær. Friðjón Ingi Jóhannsson

Rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi barst slökkviliði Akureyrar tilkynning um eld í Myndlistarskólanum við Kaupvangsstræti. Allt vakthafandi lið frá aðalstöð og flugvelli var kallað á staðinn, ásamt því að mannskapur af tveimur frívöktum var kallaður til. Reykkafarar hófu þegar leit í húsinu en mikill reykur og hiti var á miðhæð hússins, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Akureyri.

Reykkafarar komust fljótlega í upphaf eldsins í kaffiaðstöðu á miðhæð hússins og vel gekk að ráða niðurlögum hans. Húsið er stórt og á þremur hæðum og hafði reykur komist í stigahús á milli hæða.

Grunur beinist að rafmagnstækjum í eldhúsinnréttingu á kaffistofu en rannsókn stendur yfir. Það er ljóst að ekki mátti muna miklu að verr færi þar sem mikill hiti og reykur var í allri miðhæðinni og ljóst að eldurinn hafði kraumað um stund. Tjón er talsvert, en mikið er af viðkvæmum tölvubúnaði í húsinu ásamt bókasafni og einhverjum verkum nemanda, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert