„Óhamingja“ á Hólmavík

Mikil ölvun var á Hamingjudögum á Hólmavík aðfaranótt laugardags. Lögreglan hafði í nógu að snúast og nokkuð var um slagsmál. Lögreglan þurfti meðal annars að hafa afskipti af unglingasamkvæmi þar sem ungmenni undir aldri höfðu áfengi um hönd. Var haft samband við foreldra barnanna. Einnig var kvartað undan hávaða frá unglingum við tjaldsvæði. Lögreglan þurfti einnig að stilla til friðar í slagsmálum milli heimamanna og aðkomumanna. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert