Áfram bjart vestantil

Veðurstofan spáir norðlægri átt, víða 8-13 m/s í dag.  Bjart verður að mestu vestanlands en rigning eða súld með köflum norðan- og austanlands. Þá má gera ráð fyrir stöku skúrum sunnantil. Hiti verður 5 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á morgun mun bæta í vind þegar líður á daginn og seint á morgun verður norðaustan 10-18 m/s, hvassast suðaustanlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert