Benedikt lagður af stað yfir Ermarsund

Benedikt S. Lafleur á sundi við Íslandsstrendur
Benedikt S. Lafleur á sundi við Íslandsstrendur mbl.is/Árni Sæberg

Benedikt S. Lafleur hóf sund sitt yfir Ermarsund, klukkan 06:43 að íslenskum tíma, frá Shakespeare Beach á Englandi í morgun. Guðni Haraldsson, sem er í fylgdarliði Benedikts, segir aðstæður góðar. Þó sé nokkur undiralda vegna vinds undanfarna daga en skipstjóri fylgdarbátsins telji þó að hún muni minnka er líður á morguninn. Þá séu aðstæður Frakklandsmegin mjög góðar. 

Mun hann synda í átt til Calais í Frakklandi og stefnir að því að koma í land við Cap-de-gris-nez innan sólarhrings en sundið tekur yfirleitt 16 til 24 klukkutíma.

Um er að ræða aðra tilraun Benedikts til að synda yfir Ermarsund  en þetta er í þriðja skipti sem hann heldur til Dover til að reyna við Ermarsundið. Í fyrsta skipti varð hann að hætta við sundið vegna veðurs.  

Benedikt hefur helgað sundið baráttunni gegn mansali.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert