Deilt um einkavædda lýðheilsu

Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustofnunar, segir ekki vænlegt til árangurs að dreifa starfi Lýðheilsustöðvar út um allt. Þvert á móti væri betra að efla tengslin milli þátta og auka samstarfið milli þeirra sem vinna að heilsueflingu og forvörnum.

Herdís Storgaard, forstöðumaður Sjóvár Forvarnahúss, sagði í samtali við Morgunblaðið á laugardag að einkafyrirtæki gætu unnið verkefni Lýðheilsustöðvar betur og á ódýrari hátt fyrir skattgreiðendur. Sjóvá Forvarnahús væri til dæmis tilbúið að taka við slysavarnarhluta Lýðheilsustöðvar og önnur verkefni stöðvarinnar gætu fylgt í kjölfarið.

Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar, segir að full ástæða sé til að horfa á heildarmyndina í forvörnum. Það sé til framdráttar að nýta sem flesta og stjórnvöld eigi að styðja við einkaframtak í þessum efnum. Ástæða sé til að endurskoða rekstur Lýðheilsustöðvar og huga að því að virkja betur einkarekstur og frjáls félagasamtök til að halda uppi forvarnarstarfinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert