Neyðarmönnun hjá ljósmæðrum

Ljósmæður skrifuðu ekki undir kjarasamning við ríkið eins og önnur aðildarfélög BHM um helgina en þær vilja fá launaleiðréttingu vegna þeirrar aukamenntun sem að sögn formanns ljósmæðrafélags Íslands er ekki metin við launaútreikning.

Guðlaug sagði að langt bil væri á milli þess verðmætamats sem skjólstæðingar ljósmæðra leggja á störf þeirra og hinni raunverulegu verðlagningu sem stéttin fær hjá vinnuveitenda sínum og bætti hún því við að þó að ljósmæður stundi fagið af ákveðinni köllun þá þurfi þær eigi að síður að lifa af sínum launum eins og aðrir.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert