Gengu berserksgang í Laugardal

Grunur leikur á að mennirnir sem ollu hættulegum skemmdum á …
Grunur leikur á að mennirnir sem ollu hættulegum skemmdum á fallturni Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, hafi gangið berserksgang á Náttúrutónleikum í Laugardal mbl.is/Kristinn

Grunur leikur á að mennirnir sem ollu hættulegum skemmdum á fallturni Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, hafi gangið berserksgang á Náttúrutónleikum í Laugardal um síðustu helgi.

„Í kjölfar fréttarinnar í 24 stundum sagði starfsmaður mér að lýsingin á skemmdarvörgunum bendi til þess að hinir sömu hafi ógnað starfsfólki á tónleikunum og reynt að velta bílum,“ segir Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.

Starfsmaðurinn hafi ekki kannast við mennina.

Pálmar Ragnarsson var verkstjóri á svæðinu þegar upp um skemmdarverkin komst, en eins og fram kom í 24 stundum í gær var sprautað úr slökkviliðstæki í olíutank fallturnsins, og gengið frá honum aftur þannig að starfsmenn urðu þess ekki varir fyrr en gangur tækisins varð óeðlilegur. Hann segir starfsmenn hafa tekið eftir því að stólar turnsins sem gestirnir sitja í voru farnir að síga neðar en eðlilegt er, sem endaði með að þeir lentu á öryggisbúnaði sem stoppar fallið ef illa fer.

Pálmar tekur þó fram að vegna varaöryggisbúnaðar hafi hægst á fallinu áður en sætin lentu á stopparanum. „Ég veit ekki hvort þetta séu bara vitleysingar að fíflast, eða hvort þeir voru virkilega að reyna að slasa fólk,“ segir Pálmar. Hann segir ávallt tvo starfsmenn vera staðsetta við turninn sem fylgjast með gangi hans. Þá sé turninn prufukeyrður án farþega á hverjum morgni.

Eins og fram kom í gær kom næturvörður stuttu síðar að sömu mönnum, þar sem þeir voru að gera sig tilbúna til að endurtaka leikinn.

„Þeir ætluðu fyrst að vera svalir og buðu bara gott kvöld,“ segir næturvörðurinn. „En af því að ég hafði heyrt um það sem gerðist áður tók ég upp símann til að hringja í lögregluna, og þá flúðu þeir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert