Ný vatnsleiðsla komin til Eyja

Henry P. Lading flutti leiðsluna til Eyja nú, eins og …
Henry P. Lading flutti leiðsluna til Eyja nú, eins og fyrir 40 árum síðan. Sigurgeir Jónasson

Ný vatnsleiðsla, sem fyrirhugað er að leggja milli lands og Eyja, kom til Vestmannaeyja nú fyrir skömmu, að því er fram kemur á fréttavefnum Eyjafréttir.  Danska fyrirtækið NKT framleiðir leiðsluna, en fyrirtækið framleiddi einnig fyrstu vatnsleiðsluna sem lögð var á milli lands og eyja fyrir 40 árum.  Auk þess flutti sama flutningaskipið, Henry P. Lading leiðsluna nú og fyrir 40 árum.  Í frétt Eyjafrétta kemur fram að áætlað er að hefja lagningu leiðslunnar um helgina en verkið er háð veðri.

Ívar Atlason, hjá Hitaveitu Suðurnesja, segir að lagning leiðslunnar taki ekki langan tíma, eða um einn dag en enga síður er um mikla framkvæmd að ræða.  Áætlaður kostnaður við verkið er um milljarður króna og ber Hitaveita Suðurnesja kostnaðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert