Nýr skólastjóri í Hvassaleitisskóla

Þórunn Kristinsdóttir
Þórunn Kristinsdóttir

 

Menntaráð Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í dag að ráða Þórunni Kristinsdóttur skólastjóra í Hvassaleitisskóla. Hún hefur verið aðstoðarskólastjóri í sama skóla í rúman áratug. Fimm umsækjendur voru um stöðuna.

Þórunn er einn þriggja nýráðinna stjórnenda í grunnskólum borgarinnar, en hinir eru Björn Magnús Björgvinsson skólastjóri í Laugalækjarskóla og Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri í Ingunnarskóla.

Nýir stjórnendur hafa verið ráðnir við leikskólana Klambra, Ösp, Heiðarborg og Holtaborg. Hanna Halldórsdóttir tekur við stjórnartaumum í leikskólanum Klömbrum af Ingibjörgu Kristleifsdóttur og Fanný Heimisdóttir tekur við stjórninni í leikskólanum Ösp í stað Svanhildar Hákonardóttur. Þá hefur Arndís Árnadóttir tekið við starfi leikskólastjóra í Heiðarborg og Guðný Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í Holtaborg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert