Hæðst að helgidómnum

Þingvallakirkja.
Þingvallakirkja. mbl.is/Brynjar Gauti

Meginreglan var sú að kirkjur á landsbyggðinni væru opnar gestum og gangandi flesta daga ársins eða þá að lykillinn stæði í skránni. Á síðari árum hefur sú breyting orðið á að nú er það meginreglan, að kirkjur eru lokaðar. Ástæða þessa er ótti við spjöll á kirkjum og þjófnaði úr þeim. Reyndar eru allmörg dæmi um slíkt, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi.

„Þeir sem koma að kirkjunni sinni lokaðri verða óánægðir, svo einfalt er það,“ segir Kristján Valur Ingólfsson, prestur á Þingvöllum og formaður Helgisiðanefndar kirkjunnar.Sem dæmi um breytta tíma nefnir séra Kristján Valur Ingólfsson að fólk hefur í auknum mæli komið í kirkjurnar, gagngert að því er virðist, til að hæðast að helgidómnum.

„Á síðustu árum höfum við í auknum mæli orðið vör við að fólk kemur í kirkjurnar og tekur spaugmyndir af sér til dæmis við að blessa söfnuðinn fyrir framan altarið. Þetta fólk fækkar jafnvel fötum við þessa iðju sína,“ segir Kristján Valur.

„Það eru ýmis svona vandræði sem við þekktum ekki fyrir fáeinum árum. Það er allt í lagi að vera fyndinn, en það er til fólk sem vill hæða helgidóminn og það er viðkvæmt fyrir allt safnaðarfólk.“

Hann segir að fólk í söfnuðum úti um land óttist meðal annars að ógæfufólk sé á ferð og geri sig heimakomið í kirkjum. „Við erum hrædd við slíkar eftirlitslausar heimsóknir því oft veit slíkt fólk ekki hvað það gerir,“ segir Kristján Valur. Ekki þurfi nema að fólk missi sígarettu úr munnviki í gólfið þá geti kirkjan verið farin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert