Hlutverk lögreglu og dómara að dæma

Deildarstjóri hjá Fangelsismálastofnun segir að það sé lögreglu og dómara að meta hvort dæmdir ofbeldismenn skuli vistaðir í gæsluvarðhaldi á meðan þeir íhuga áfrýjun. Maður sem beið afplánunar vegna hnífstungumáls tók þátt í hópslagsmálum á Akureyri og gekk berserksgang í Grímsey vopnaður hnífi og hamri. Fréttastofa Ríkisútvarpsins skýrir frá þessu.

Liðlega tvítugur karlmaður hlaut tuttugu mánaða dóm í byrjun júní fyrir ýmis brot, meðal annars þrjár sérstaklega hættulegar líkamsárásir með hnífi. Maðurinn gekk laus á meðan fjögurra vikna lögbundinn áfrýjunarfrestur rann út, en hann tók þátt í hópslagsmálum á Akureyri fyrir síðustu helgi, þar sem meðal annars var barist með borðfótum, kylfum og öxi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert