Mikil umferð frá höfuðborginni

Talsverður umferðarstraumur hefur verið út úr höfuðborginni í dag. Ein stærsta umferðarhelgi ársins er nýhafin og ekki spillir að veðurspáin gæti ekki verið betri. Að sögn lögreglu víða um land gengur umferðin vel. Ekkert hefur verið um óhöpp og ökumenn virðast almennt tillitssamir.

Lögreglu ber annars saman um að hraðakstur hafi minnkað verulega undanfarna mánuði. Lögreglan á Blönduósi sagði það ekki hafa verið óalgengt að taka 20-30 manns á dag en nú bæri svo við að dag eftir dag að enginn hefði verið sektaður fyrir hraðakstur.

Almennt er talið að háar sektir valdi því að menn hiki við að kitla bensínpinnann en líka eru uppi getgátur um að hátt bensínverð spili inn í. Menn tími því einfaldlegal ekki lengur að keyra hratt. Hver sem skýringin er þá eru menn býsna ánægðir og segja þetta auki öryggi mikið á vegum.

Lögreglan vill að endingu hvetja menn til að ganga hægt inn um gleðinnar dyr um helgina sem endranær og fara farlega í umferðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert