Starfshópur skipaður vegna Suðurlandsskjálfta

Mökk lagði af Ingólfsfjalli þegar skjálftinn reið yfir.
Mökk lagði af Ingólfsfjalli þegar skjálftinn reið yfir. mynd/Bjarni Hákonarson

Ríkisstjórnin hefur ákveðið, að tillögu forsætisráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra, að setja á laggirnar starfshóp ráðuneyta sem ætlað er að vinna náið með fulltrúum sveitarstjórna á jarðskjálftasvæðunum á Suðurlandi við að meta hvernig fara skuli með ótryggð tjón einstaklinga og fyrirtækja svo og hvernig haga skuli fjárhagslegum stuðningi við sveitarfélög, m.a. vegna endurreisnarstarfsins.

Reynslan frá árinu 2000 mun verða höfð að leiðarljósi við þessa vinnu, að því er segir í tilkynningu.

Ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins stýrir starfshópi ráðuneytanna en auk þess sitja í honum fulltrúar dóms- og kirkjumálaráðuneytis, félags- og tryggingamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, samgönguráðuneytis, umhverfisráðuneytis, viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert