Veðurguðirnir brosa í dag

Börn á Landsmóti hestamanna á hellu virða fyrir sér önd …
Börn á Landsmóti hestamanna á hellu virða fyrir sér önd í veðurblíðunni í dag. Mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Veðurguðirnir hafa leikið við hvern sinn fingur í dag um land allt. Alls staðar hefur verið þurrt og hlýtt, allt frá 15 og upp í 20 stiga hiti. Þó sólin hafi ekki alltaf skinið hefur alls staðar verið blíða og kemur það sér vel fyrir allan þann fjölda sem nú er á tjaldstæðum landsins.

Margar hátíðir eru í gangi, svo sem Landsmót hestamanna á Hellu þar sem þessi mynd er tekin, Humarhátíð á Höfn, Goslokahátíð í Eyjum, Írskir dagar á Akranesi og fótboltamót á Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert