„Lítil sem engin sala á lóðum“

Leirvogstunguhverfi
Leirvogstunguhverfi mbl.is/Ragnar Axelsson
Tómir húsgrunnar og hálfkláruð steypuflykki blasa við þegar beygt er inn í nýja Úlfarsfellshverfið í Reykjavík. Sömu sögu er að segja af nýja hverfinu í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Einstaka smiður er á vappi hér og þar og í fjarska heyrist suð í háþrýstidælu. Veður er með besta móti og engan íbúa að sjá á götunum. Allt er með kyrrum kjörum.

Nýju íbúðahverfin í höfuðborginni og í nágrenni hennar eru ef til vill tær birtingarmynd þess að niðursveifla í efnahagslífinu er hafin; hægari og erfiðari tímar eru í nánd. Lánsfé af skornum skammti.

Lítið selst af lóðum

Hægst hefur á sölu lóða í nýja Helgafellshverfinu í Mosfellsbæ. Um 40% lóða þar eru nú seldar en áætlað er að reisa 1.020 íbúðir á svæðinu; þar af fjölmörg einbýlishús og raðhús. Í skipulagi hverfisins er gert ráð fyrir grunnskóla á stórri lóð í miðjunni og í tengslum við hann verður starfræktur leikskóli. Þá er einnig gert ráð fyrir sérstakri leikskólalóð í nánd við miðju hverfisins.

Sömu sögu er að segja af framkvæmdum í áðurnefndu Leirvogstunguhverfi. Bjarni Guðmundsson, sem stendur fyrir byggingu þess, segir mjög hafa hægt á sölunni. „Það selst lítið sem ekkert í dag, sem auðvitað telst eðlilegt þar sem enginn fær peninga.“ Hann segir það þó sæta furðu hve mikið er að gerast í hverfinu miðað við efnahagsástandið. Gert er ráð fyrir um 400 lóðum á svæðinu og um 1200-1300 íbúum. Erfitt er að segja til um hvenær hverfið verður fullmótað en framkvæmdaaðilar vonast til að svo verði innan tveggja til þriggja ára.

Lóðum skilað og verð lækkar

Nýlega ákvað bæjarstjórn Hafnarfjarðar að lækka verð á lóðum í nýju Vallarhverfi í bænum þar sem um tuttugu vilyrðishafar skiluðu sér ekki við úthlutun.

Þá hefur lóðum einnig verið skilað við Reynisvatnsás í Reykjavík. Um 650 umsóknir bárust upphaflega í þær 106 íbúðir sem eiga að vera í hverfinu. Þar eiga að vera 58 einbýlishús og 12 rað- og parhúsalóðir fyrir 48 íbúðir.

Forvitnilegt verður að fylgjast með hvort líf glæðist að nýju í þessum hverfum og hvenær glaumur mannlífsins mun að lokum yfirgnæfa suðið í háþrýstidælunni.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

Í gær, 19:08 Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. Meira »

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Í gær, 19:04 Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í. Meira »

Ætlaði að hjálpa en var stunginn

Í gær, 18:56 Klevis Sula, sem lést af áverkum sem hann hlaut í hnífstunguárás á Austurvelli, hafði ætlað að rétta árásarmanninum hjálparhönd. Sá hafi hins vegar ráðist á Kelvis að tilefnislausu. Meira »

Leiðir til að lyfta fólki upp úr fátækt

Í gær, 18:04 „Það er afar brýnt að bæta kjör og auka lífsgæði okkar fólks. Skerðingar, krónu á móti krónu, verður að afnema strax og það er margt fleira sem við leggjum áherslu á að verði að veruleika í fjárlagavinnu Alþingis,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Meira »

„Höfum öll okkar hlutverki að gegna“

Í gær, 18:11 „Við vorum fulltrúar þeirra þúsunda sem hafa tjáð sig og það er heiður að hafa fengið að standa á sviðinu með þessum konum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

Hlegið og grátið í Borgarleikhúsinu

Í gær, 17:33 Halldóra Geirharðsdóttir endaði upplestur sinn á frásögn konu sem var áreitt af samstarfsmanni nú um helgina á viðburði fyrirtækisins. Frásagnir kvenna af áreitni, misrétti og ofbeldi voru lesnar upp í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Slógust fyrir utan búð

Í gær, 17:26 Rétt fyrir klukkan 13 í dag var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um slagsmál á milli tveggja karlmanna fyrir utan matvöruverslun í Kópavogi. Meira »

Ungmenni á ótraustum ís

Í gær, 17:22 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan 14 í dag tilkynning um að nokkur ungmenni væru komin út á íshellu sem lá yfir hluta Lækjarins í Hafnarfirði. Meira »

Hundi bjargað úr reykfylltri íbúð

Í gær, 16:44 Rúmlega fjögur í dag var slökkviliðið á Ísafirði kallað út vegna reyks sem lagði frá húsi á Hlíðarvegi. Í ljós kom að pottur hafði gleymst á eldavél. Meira »

Fjölmenni í Borgarleikhúsinu

Í gær, 16:03 Fjöldi fólks er mættur í Borgarleikhúsið til þess að hlýða á konur úr mismunandi starfsstéttum samfélagsins lesa upp frá konum frásagnir sem litið hafa dagsins ljós í #metoo-byltingunni hér á landi að undanförnu. Meira »

Eldur kom upp í bifreið

Í gær, 14:41 Eldur kom upp í kyrrstæðri bifreið við Kolaportið í Reykjavík um klukkan ellefu í morgun samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Ósannað hverjir voru að verki

Í gær, 13:42 Rannsókn á skemmdarverkum á heimili Rannveigar Rist fyrir um áratug var hætt þar sem ekki tókst að sýna fram á með óyggjandi hætti að þeir sem grunaðir voru um verknaðinn og yfirheyrðir vegna hans hafi verið að verki. Meira »

Býst við magnaðri heilun

Í gær, 15:29 „Það er eitthvað magnað við að heyra sögur upphátt, vera á staðnum og eiga samveru um þetta. Við trúum á einhverja mögnun eða einhvers konar heilun við það,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona og ein af skipuleggjendum #metoo viðburðarins í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Varað við því að flætt gæti yfir veginn

Í gær, 14:25 Krapastífla er við brúna á Jökulsá á Fjöllum á þjóðvegi 1 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegfarendur eru beðnir að aka varlega þar sem flætt gæti yfir veginn. Meira »

Eins og ég sé að fremja hjúskaparbrot

Í gær, 13:25 „Mér líður stundum eins og ég sé að fremja hjúskaparbrot, þegar ég hoppa úr einu verkefni yfir í annað. Ætli ég sé ekki með átta eða níu ólík verkefni í gangi núna." Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
Hermannaúlpa
Hermannaúlpa til sölu, 2 stk. L- XL. Upplýsingar í síma: 8935005...
Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18. 2.1943
Þormóðsslysið var mikill harmleikur. Líf heillar byggðar og flestra fjölskyldna...
 
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflagrandi 40 við byrjum daginn á opnu
Félagsstarf
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...