Þúsundir að Kárahnjúkum

Kárahnjúkar
Kárahnjúkar mbl.is/ÞÖK

Þó að framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjum séu á lokasprettinum hefur aðsókn ferðamanna og annarra gesta á svæðið lítið minnkað. Mun umferðin aukast enn meir frá 15. júlí til 15. ágúst nk. þegar almenningur getur ekið eða gengið yfir Kárahnjúkastífluna. Þá var nýlega farið að bjóða fólki upp á skipulagðar skoðunarferðir inn í stöðvarhúsið í Fljótsdal. Nú þegar hafa nærri 300 manns farið í þær ferðir.

Á síðasta ári komu um 10 þúsund gestir í Végarð, upplýsingamiðstöð Kárahnúkavirkjunar við Fljótsdalsstöð, og að sögn Sólveigar D. Bergsteinsdóttur forstöðumanns stefnir í svipaða aðsókn á þessu ári. Á fyrstu sex mánuðum ársins höfðu um tvö þúsund manns komið í Végarð, sem er svipað og á sama tíma í fyrra, en framundan eru annasömustu mánuðirnir í ferðaþjónustunni; júlí og ágúst. Þegar mest lét, árið 2006, komu nærri 16 þúsund manns að skoða virkjunarsvæðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert