Árangurslaus samningafundur

Samningar hafa ekki náðst við ljósmæður.
Samningar hafa ekki náðst við ljósmæður. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Sáttafundi ljósmæðra og samninganefndar ríkisins lauk fyrir skömmu án árangurs. Að sögn Guðlaugar Einarsdóttur formanns Ljósmæðra félags Íslands var ekki skrifað undir samninga í dag og næsti fundur er ekki boðaður fyrr en 6. ágúst.

Í tilkynningu frá félaginu hefur áður komið fram að menntunarkröfur til ljósmæðra eru 6 ára háskólamenntun sem lýkur með embættisprófi á meistarastigi.  Í dag standa ljósmæður frammi fyrir því að þiggja lægri laun í þjónustu ríkisins en allar aðrar háskólamenntaðar stéttir með sambærilega menntun.  Ljósmæður sætta sig því ekki við að vera mismunað á þennan hátt af hálfu vinnuveitandans.
 
Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af uppsögnum í stéttinni og mun ástandið vera einna verst á Ísafirði þar sem þrjár starfandi ljósmæður hafa allar sagt upp. Á Akranesi og á Suðurnesjum hafa tugir ljósmæðra sagt starfi sínu lausu sem og í höfuðborginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert