Eldsneytisverð lækkaði

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Olíufélögin lækkuðu verð á eldsneyti síðdegis í gær. Algengt verð í sjálfsafgreiðslu hjá Skeljungi og Olís er 174,90 kr. fyrir bensínlítrann og 192,30 fyrir dísil. N1 fór hins vegar í 175,90 fyrir bensín og 191,80 fyrir dísil. Skýringin á lækkun er styrking krónu og lækkandi heimsmarkaðsverð en að sögn Magnúsar Ásgeirssonar hjá N1 er gífurlegur fjármagnskostnaður einna helst það sem hamlar frekari lækkunum. Lægsta verð í gærkvöldi var hjá Orkunni, 173,10 kr. og 190,60 kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert