Kæru skilað til dómsmálaráðherra

Mál Paul Ramses er nú komið á borð Björns Bjarnasonar …
Mál Paul Ramses er nú komið á borð Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra með formlegum hætti. mbl.is/Kristinn

Katrín Theodórsdóttir, lögmaður Paul Ramses, Keníamannsins sem Útlendingastofnun vísaði úr landi í síðustu viku, lagði fram kæru til dómsmálaráðuneytisins vegna brottvísunarinnar nú á fjórða tímanum. Hún vonar að ráðherra muni láta málið sæta forgangi, enda þoli það enga bið.

„Nú er þetta í fyrsta skipti komið á borð dómsmálaráðherra. Þannig að hann hefur tækifæri til að fjalla um þetta, og þá vonum við að það taki sem stystan tíma,“ segir Katrín.

Katrín segir að Paul Ramses vera í biðstöðu í Róm þar sem hann dvelur á gistiheimili fyrir hælisleitendur. „Hann er óttasleginn og passlega bjartsýnn,“ segir Katrín.

Katrín segist vilja sjá að kæran verði tekin til meðferðar þegar í stað. Hún gerir þá kröfu að ákvörðunin verði ógild vegna form- og efnisannmarka sem á henni séu.

Ef ekki verður orðið við þeirri kröfu er farið fram á að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra breyti ákvörðun Útlendingastofnunar og mæli fyrir að umsókn Ramses verði tekin fyrir á Íslandi. Auk þess að honum verði veitt hér hæli sem pólitískur flóttamaður, eða fái dvalarleyfi af mannúðarástæðum.

Paul Ramses
Paul Ramses
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert