Nýtt deiliskipulag fyrir Laugaveg 4 og 6

Loftmynd af Laugavegi 4-6
Loftmynd af Laugavegi 4-6

Á fundi skipulagsráðs í gær var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðirnar við Laugaveg 4 og 6. Megininntak deiliskipulagstillögunnar er verndun götumyndar við Laugaveg, endurbygging gömlu húsanna og góð uppbygging fyrir verslun og þjónustu á reitnum. 

Götumyndin við neðanverðan Laugaveg, frá fyrri hluta 20. aldar, er þannig varðveitt með endurbyggingu Laugavegar 4 og 6 samhliða uppbyggingu á reitnum, þar sem gert er ráð fyrir góðu verslunar- og þjónustuhúsnæði. Ytra byrði gömlu húsanna verður fært í það horf sem það var á fyrri hluta 20. aldar. Gerð verður létt tengibygging sem tengir saman gömlu húsin, með kjallara, einni hæð og annarri inndreginni. Ábendingar frá Minjasafni Reykjavíkur og Húsafriðunarnefnd voru hafðar til hliðsjónar við gerð tillögunnar, að því er segir í tilkynningu..

 Miðað er við að hægt verði að hafa gegnumgang milli húsanna við Laugaveg og hússins við Skólavörðustíg 1a.

Götumynd af Laugavegi 4-6
Götumynd af Laugavegi 4-6
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert