Abramovítsj í heimsókn

Roman Abramovítsj.
Roman Abramovítsj. Reuters

Rússneski auðjöfurinn Roman Abramovítsj, sem m.a. á enska knattspyrnufélagið Chelsea, er væntanlegur hingað til lands í vikunni, samkvæmt heimildum mbl.is. Mun Abramovítsj m.a. ætla að renna fyrir lax.

Skrifstofa forseta Íslands hefur ekki viljað staðfesta að þeir  Abramovítsj og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, muni eiga fund hér á landi en þeir ræddu saman þegar Abramovítsj kom hingað til lands haustið 2006 og kynnti sér m.a. jarðvarmavinnslu og sjávarútveg.

Abamovítsj var þá ríkisstjóri rússneska sjálfstjórnarhéraðsins Tsjúkotka í austanverðri Síberíu en hann sagði því embætti af sér fyrir skömmu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert