Embættistaka forseta verður 1. ágúst

Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff veifa til mannfjöldans á …
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff veifa til mannfjöldans á Austurvelli af svölum Alþingishússins við innsetningarathöfnina fyrir fjórum árum.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður vígður inn í embættið að nýju þann 1. ágúst næstkomandi eins og venjan er. Hefur hann þá setið í þrjú kjörtímabil.

Athöfnin verður í Dómkirkjunni og verður síðan haldið í Alþingi þar sem Ólafur Ragnar mun flytja ávarp. Fjallað var um dagskrá embættistökunnar á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert