14 lögreglumenn á vakt

„Þetta er komið að mörkum þess sem er forsvaranlegt,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, um þá staðreynd að aðeins 14 lögreglumenn voru á vakt sl. laugardagskvöld á höfuðborgarsvæðinu. Undir venjulegum kringumstæðum ættu þeir að vera á bilinu 20-25.

Embættið glímir nú við mikinn rekstrarvanda og manneklu auk þess sem lítil nýliðun var í hópi lögreglumanna á þessu ári. Vonir eru bundnar við aukna nýliðun á næsta ári, að sögn Stefáns. Rekstrarútgjöld embættisins hafa aukist mikið vegna ófyrirséðra hækkana á aðföngum og eldsneyti. Stefán segir að að embættið sé rekið innan fjárheimilda og það hafi lagt til við dómsmálaráðuneytið að fjárveitingar hækki á fjárlögum næsta árs.

„Þetta staðfestir það sem Landssamband lögreglumanna hefur verið að halda fram undanfarnar vikur, mánuði og ár, þ.e. að fækkun hafi orðið í því sem kallað hefur verið sýnileg löggæsla. [...] Áður hefur verið staðfest að fækkun hafi orðið í lögreglunni á landsvísu og koma þar til, að okkar mati, slök launakjör, vinnuskilyrði og álag,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, um að lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sem sinntu útköllum sl. föstudagskvöld hafi verið 18% færri en sinntu útköllum á sama tíma fyrir sameiningu embættanna á höfuðborgarsvæðinu árið 2007.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert