„Ég ætti helst að skjóta ykkur“

Gunnar Pétursson.
Gunnar Pétursson.

Ísraelsher stöðvaði í gærmorgun sjúkrabíl í neyðarútkalli á leiðinni út úr borginni Nablus í Palestínu. Í sjúkrabílnum voru ásamt bílstjóra, lækni og hjúkrunarfræðingi franskur heimildamyndagerðarmaður og íslenski hjúkrunarfræðineminn Gunnar Pétursson. Gunnar er sjálfboðaliði á vegum félagsins Íslands-Palestínu á Vesturbakkanum og býr í Nablus.

Sjúkrabíllinn var stöðvaður við eina af varðstöðvunum við veginn út úr borginni. Ekin var hjáleið framhjá stöðinni þar sem um neyðartilfelli var að ræða og bílaröð hafði myndast við stöðina. Gunnar segir að venjulega fari þeir óáreittir um þessa hjáleið á sjúkrabílnum. Ísraelarnir gáfu lítið fyrir að um neyðartilfelli væri að ræða. Hríðskotabyssum var miðað að þeim sem í sjúkrabílnum voru og þeim hótað.

„Viltu að ég skjóti ykkur? Ég ætti að skjóta ykkur. Ég skýt ykkur, ég skýt ykkur næst þegar þið komið, ég ætti helst að skjóta ykkur núna,“ segir Gunnar hermanninn sem fór fyrir sveitinni hafa öskrað á þá. Að auki sagðist hermaðurinn auðveldlega myndu komast upp með að skjóta þá, hann þyrfti bara ljúga því að hann hefði talið þá vera félaga í Hamas-samtökunum.

Sprengjuregn og kúlnahríð að næturþeli

Gunnar segir yfirgang sem þennan daglegt brauð á varðstöðvum Ísraela. „Við erum ekkert einsdæmi, fólk er að fæða börn við varðstöðvarnar, fólk er að deyja við varðstöðvarnar af því bíllinn þess er stoppaður,“ segir hann og vill meina að þetta atvik sé ekki fréttnæmt miðað við það sem heimamenn þurfi að ganga í gegnum á degi hverjum. Sjálfur er hann oft stöðvaður við varðstöðvar og yfirheyrður en yfirleitt sleppt innan hálfrar klukkustundar.

Bloggsíða Gunnars 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert