Íslendingar reisa skóla á skjálftasvæðinu í Kína

Skrifað var undir samninginn í Kína í byrjun júlí.
Skrifað var undir samninginn í Kína í byrjun júlí.

Fyrirtæki innan Icelandic Business Forum (IBF) í Kína hafa safnað rúmlega 5 milljónum króna til að byggja nýjan grunnskóla fyrir börn í Sichuan héraði í Kína þar sem mikill jarðskjálfti reið yfir í maí.

Innan vébanda IBF eru 24 íslensk fyrirtæki sem eru með starfsemi  í Kína. Sendiráð Íslands í Beijing aðstoðaði við fjársöfnunina og stofnunin China Youth Development Foundation hefur einnig starfað með IBF og sendiráðinu að verkefninu.

Talið er að framlag íslensku fyrirtækjanna og sendiráðsins muni geta kostað stöndugan grunnskóla á svæðinu og mun skólinn bera nafnið Binghua Hope Primary School. Bing er kínverska hljóðtáknið fyrir ís og er táknrænt fyrir Ísland en Hua er táknrænt fyrir Kína, samkvæmt upplýsingum frá íslenska utanríkisráðuneytinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert