Sköpun og skemmdarverk

mbl.is/Valdís

Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri miðborgarinnar, segir borgina nú vera í viðræðum við aðila um að gera vegg einn rétt fyrir utan miðborgina að vettvangi fyrir veggjalistamenn. „Það er mikilvægt að þetta sé gert í samráði við þá sem eiga veggina og skipulags- og byggingasvið borgarinnar,“ segir Jakob.

„Við erum í sambandi við fólk innan veggjalistar-greinarinnar og aðila sem vilja ljá veggi sína undir vegglistaverk. Það eru dæmi um að slíkt samstarf hafi gefist mjög vel og yfirvöld sýna listgreininni fulla virðingu.“ Jakob segir hins vegar tilefnislaus skemmdarverk mæta litlum skilningi.

„Þeim sýnum við enga þolinmæði. Ef ekkert samráð er haft við eigendur og yfirvöld, þá er sama hvort menn byggja, múra, mála eða kasta eggjum – það er afmáð eins og skot. Þú tekur ekki bara hús eða bíl einhvers manns og byrjar að mála hann án samráðs. Spurningin er hvort þú myndir ekki bara mála manninn sjálfan næst – án leyfis frá honum,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert