Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt

Bubbi Morthens.
Bubbi Morthens. mbl.is/Ómar

„Sá sem býr á Íslandi í íslenskum raunveruleika á að gera sér grein fyrir því að það eru alvarlegri hlutir að gerast en álversframkvæmdir,“ segir Bubbi Morthens í viðtali við Morgunblaðið, spurður um afstöðu sína til stóriðjustefnu.

„Hvar liggja áherslurnar? Hvort er meiri þörf á því að mótmæla byggingu álvera eða kjörum almennings?“ spyr Bubbi og segir: „Ég hefði viljað sjá Björk og Sigurrós halda tónleika til að vekja athygli á fátækt á Íslandi.

Ég er ekki álverssinni, ég gapi yfir þessum lausnum landsfeðranna en ég gapi líka yfir því að enginn af ungu kynslóðinni í tónlistarbransanum skuli ganga fram fyrir skjöldu og benda á að það verði að vinna bug á fátæktinni.“

Tapaði miklum fjármunum á hlutabréfum

Bubbi segir ástand á landsbyggðinni vera grafalvarlegt. „Ef ég væri venjulegur maður úti á landsbyggðinni sem ætti hús, væri með fjölskyldu og þyrfti að borga reikninga og stæði frammi fyrir því að ekkert nema álver gæti bjargað afkomu minni þá þyrfti ekki að ræða málið. Viljum við atvinnulíf á landsbyggðinni eða viljum við að landsbyggðin verði sumarbústaðanýlenda auðkýfinga?“

Í viðtalinu kemur fram að Bubbi hafi tapað miklum fjármunum á hlutabréfum. „Ég tapaði það miklu að ég fór á bólakaf. Auðvitað var það áfall,“ segir Bubbi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert