Júlí mánuður brúðkaupa

Júlí er helsti giftingarmánuður ársins, um það eru þeir sammála sem rætt var við um sumarbrúðkaup sem eru mjög vinsæl.

Fólk lítur gjarnan til veðurfars þegar það ákveður að ganga í það heilaga að sumri, en veður á Íslandi eru gjarnan válynd og oftar en ekki er rigning þegar hinn langþráði brúðkaupsdagur rennur upp.

Þess vegna verða íslensk brúðhjón, sem hyggja á veisluhöld utanhúss og jafnvel hjónavígslu jafnan að hafa varaáætlun um hvað gera skuli, séu veðurguðir þeim ekki hliðhollir og það hellirigni á heiðursdegi brúðhjónanna. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert