Nær samfelld röð í bæinn

Nær samfelld bílaröð var frá Selfossi til Reykjavíkur síðdegis í gær og þung umferð var einnig frá Vesturlandi til höfuðborgarinnar, að sögn lögreglunnar. Umferðin gekk fremur hægt en stóráfallalaust.

Lögreglumenn á bifhjólum voru bæði á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi og tóku á því sem upp kom. Nokkur dæmi voru um framúrakstur við vægast sagt hæpnar aðstæður og var reynt að koma viti fyrir þá ökumenn. Lögreglan vildi benda fólki á að fylgi það umferðarhraðanum komist allir á leiðarenda að lokum.

Samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar var umferð um Sandskeið í hámarki frá kl. 15 til 20 í gær. Mest fóru þar um nálægt 250 bílar á 10 mínútum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert